21. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. nóvember 2013 kl. 10:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:30
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:30
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir LínS, kl. 10:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:30
Margrét Gauja Magnúsdóttir (MGM) fyrir ÁPÁ, kl. 10:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:30

GStein og SJS voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:30
Nefndin samþykkti fundargerð 20. fundar.

2) Hugmyndir um breyt. á l. um skyldutryggingu lífeyrisréttinda o.fl. Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Magnús Kristinn Ásgeirsson og Magnús Harðarson frá Kauphöll Íslands. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir að breytingum á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 156. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 11:12
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir, Sóley Ragnarsdóttir og Valdimar Ásbjörnsson frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 157. mál - aukatekjur ríkissjóðs Kl. 11:31
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir, Sóley Ragnarsdóttir og Valdimar Ásbjörnsson frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:47
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:47