37. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 18. desember 2013 kl. 18:13


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 18:13
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 18:13
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 18:13
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 18:13
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 18:13
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 18:13
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 18:13
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 18:13
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 18:13
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 18:13

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 18:13
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 18:18
Nefndin ræddi málið.

3) 204. mál - tekjuskattur Kl. 18:45
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum FSigurj, PHB, WÞÞ, GStein, LínS, RR og VilB.

4) Önnur mál Kl. 19:00
Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi 177. mál, skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (skilyrði til greiðslu örorkulífeyris og fjárfestingarheimildir), til þriðju umræðu. Tillagan var samþykkt.

Fundi slitið kl. 19:02