43. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. janúar 2014 kl. 09:37


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:37
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:37
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:40
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:46
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:37
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:37
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:37
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir WÞÞ, kl. 09:40

LínS vék af fundi kl. 10:47.
PHB og RR voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:37
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) Verðhækkanir og samningar aðila á vinnumarkaði. Kl. 09:38
Á fund nefndarinnar komu Þorsteinn Víglundsson og Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir fjölluðu stuttlega um samninga aðila á vinnumarkaði og boðaðar verðbreytingar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Hugmyndir um breyt. á l. um skyldutryggingu lífeyrisréttinda o.fl. Kl. 10:23
Á fund nefndarinnar komu Gylfi Magnússon og Lilja Sturludóttir fulltrúar í nefnd um endurskoðun fjárfestingarheimilda lífeyrissjóðanna. Gestirnir kynntu nefndinni starf nefndar um endurskoðun fjárfestingarheimilda lífeyrissjóðanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 156. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 10:47
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Stefán Geir Þórisson frá Forum lögmönnum og Sigurður Bernhöft frá HOB vínum ehf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 189. mál - verðbréfaviðskipti og kauphallir Kl. 11:17
Lögð var fram tillaga um að Vilhjálmur Bjarnason yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

6) 236. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 11:41
Lögð var fram tillaga um að óskað yrði skriflegra umsagna um málið. Tillagan var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:35
Nefndin ræddi lög um neytendalán.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:43