50. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 09:35


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:27
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:34
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:43
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:33
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:43
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:26
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:35
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:33

PHB vék af fundi kl. 11:00.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:36
Nefndin samþykkti fundargerð 49. fundar.

2) 11. mál - viðbrögð við skuldavanda einstaklinga með lán með veði í eign þriðja aðila Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar komu Eva H. Baldursdóttir og Sverrir Bollason frá Lánsveðshópnum og Gunnar Baldvinsson og Haukur Hafsteinsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 15. mál - tekjuskattur Kl. 10:22
Á fund nefndarinnar kom Helgi Seljan Jóhannsson. Helgi kynnti nefndinni afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 18. mál - aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka Kl. 11:09
Á fund nefndarinnar komu Birna Einarsdóttir, Sveinn Þorvaldsson og Tryggvi Davíðsson frá Íslandsbanka, Hallgrímur Ásgeirsson, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Steinþór Pálsson og Þórður Örlygsson frá Landsbankanum hf. og Jakob Ásgeirsson og Magnús Ingi Einarsson frá Straumi fjárfestingarbanka hf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 168. mál - vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga Kl. 11:59
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

6) 289. mál - virðisaukaskattur Kl. 11:59
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

7) Önnur mál Kl. 11:59
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:00