60. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. mars 2014 kl. 09:30


Mættir:


Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Nefndin fór yfir og samþykkti fundargerðir 58. og 59. fundar.

2) 156. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Þorleifsdóttir og Valdemar Ásbjörnsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og fóru yfir viðbrögð ESA vegna málsins, svöruðu spurningu gesta og ræddu mögulegar breytingar á fyrirliggjandi frumvarpsdrögum.

3) 316. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mætti Inga Þórey Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneyti og svaraði spurningum nefndarmanna vegna málsins.

Nefndin ákvað að boða fulltrúa Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins til næsta fundar um málið auk þess að óska eftir umsögnum frá fyrrgreindum aðilum.

4) 166. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:40
Framsögumaður málsins Árni Páll Árnason óskaði eftir að málinu yrði frestað til næsta fundar.

5) Önnur mál Kl. 10:40
Guðmundur Steingrímsson lagði til að nefndin leitaðist við að klára þingmannamál sem hafa fengið jákvæðar umsagnir. Óskaði eftir því að mál 179. um tollalög og vörugjöld ( sojamjólk) yrði sett á dagskrá. Það var samþykkt.

Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti að nefndarálit í máli 15. tekjuskattur ( þunn eiginfjármögnun) yrði fullbúið í næstu viku.

Nefndin samþykkti að taka til skoðunar að flytja frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða).

Nefndin ákvað að halda áfram umfjöllun sinni um rafræna gjaldmiðla (auroracoins) og boða ríkisskattstjóra til fundar við nefndina.

Fundi slitið kl. 12:00