6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. október 2014 kl. 09:03


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:03
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:27
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:35
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:03
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:03

Vilhjálmur Bjarnason var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Nefndin samþykkti fundargerð 5. fundar.

2) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Lögð var fram tillaga um nefndin leitaði umsagnar velferðarnefndar um þá þætti þingmálsins sem heyra undir málefnasvið hennar. Tillagan var samþykkt.

3) Kynning á þingmálaskrá ráðherra Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar komu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Valgerður Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherra gerði grein fyrir þeim þingmálum sem hún hyggst leggja fram á löggjafarþinginu og falla undir málefnasvið nefndarinnar. Að því búnu svaraði hún spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi Kl. 10:07
Nefndin ræddi málið.

5) 120. mál - vátryggingarsamningar Kl. 10:07
Lögð var fram tillaga um að nefndin óskaði skriflegra umsagna um málið. Tillagan var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:25