83. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. september 2016 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:20
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Brynjar Níelsson, Sigríður Á Andersen og Líneik Anna Sævarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) Upplýsingafundur um skattlagningu kaupauka Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Ingibjörg Helga Helgadóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Skúli Eggert Þórðarson og Ingvar Rögnvaldsson frá Ríkisskattstjóra og ræddu við nefndina um skattalagningu kaupauka út frá núverandi regluverki og mögulegar útfærslur á frekari reglusetningu.

3) 655. mál - tekjuskattur Kl. 10:20
Á fund nefndarinanr mættu Valmundur Valmundsson og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands og fóru yfir umsögn félagsins um mál auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 818. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 13:20
Á fund nefndarinnar mættu Jóhann Már Sigurbjörnsson og Hólmsteinn Brekkan frá Samtökum leigenda á Íslandi, Helga Þórisdóttir og Alma Tryggvadóttir frá Persónuvernd, Ingvar J. Rögnvaldsson og Elín Alma Arthúrsdóttir frá Ríkisskattstjóra, Benedikt Sigurðarson frá Búseta Norðurlandi, Örn Arnarson og Birgir Runólfsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Ástríður Gísladóttir og Eyjólfur Lárusson frá Allianz. Gestir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 15:40
Málinu var frestað til næsta fundar.

6) 631. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 15:45
Drögum að nefndaráliti var dreift til nefndarmanna. Ákveðið að ræða málið frekar á fund nefndarinnar nk. mánudag.

7) Önnur mál Kl. 16:00
ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 18:00