89. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. september 2016 kl. 09:08


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:08
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:08
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:11
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:14
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:08
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:08
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:22
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:08

Sigríður Á. Andersen var fjarverandi. Guðmundur Steingrímsson vék af fundi kl. 10:03. Birgitta Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:21.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerð 88. fundar var samþykkt.

2) 631. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:08
Nefndin afgreiddi framhaldsnefndarálit með breytingartillögu með samþykki allra viðstaddra. Að álitinu stóðu allir viðstaddir nefndarmenn, Vilhjálmur Bjarnason með fyrirvara. Birgitta Jónsdóttir lýsti yfir stuðningi við álitið.

3) 871. mál - kjararáð Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar komu Stefán Aðalsteinsson frá Bandalagi háskólamanna og Herdís Helga Schopka og Ragnheiður Bóasdóttir frá Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

4) 826. mál - gjaldeyrismál Kl. 09:31
Nefndin samþykkti uppprentun nefndarálits og breytingartillögu vegna brottfalls b-liðar 12. gr. frumvarpsins.

5) 871. mál - kjararáð Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu fyrst Björn Karlsson og Kristín Linda Árnadóttir frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana og næst Hjörtur Bragi Sveinsson frá kærunefnd útlendingamála, Nanna Magnadóttir frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir frá úrskurðarnefnd velferðarmála og Ólafur Ólafsson frá yfirskattanefnd.

6) Önnur mál Kl. 10:26
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:26