36. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. janúar 2016 kl. 08:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:31
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 08:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:58
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 08:05
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:00

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum Kl. 08:00 - Opið fréttamönnum
Frá Bankasýslu ríkisins komu til fundar við nefndina Jón Gunnar Jónsson og Lárus Blöndal. Rætt var um meðferð og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum og eigendastefnu ríkisins.

2) Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila á árinu 2013, skýrsla Kl. 09:00
Frá Ríkisendurskoðun kom kl. 9:00 Jón Loftur Björnsson og kynnti skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstrarafkomu og fjárhagsstöðu hjúkrunarheimila á árinu 2013, en skýrslan kom út í nóvember 2014. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna um þessi mál.
Sigurður Rúnar Sigurjónsson forstjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls kom kl. 09:45. Hann kynnti stöðu þeirra hjúkrunarheimila sem hann ber ábyrgð á og horfur í rekstri málaflokksins. Þá lagði hann fram kynningarefni. Auk þess svaraði hann spurningum nefndarmanna.
Þá komu eftirfarandi aðilar til fundar við nefndina kl. 10:30.
Frá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu komu Björn Bjarki Þorsteinsson, Eybjörg Hauksdóttir og Pétur Magnússon.
Frá velferðarráðuneytinu komu Heiður M. Björnsdóttir, Vilborg Ingólfsdóttir og Dagný Brynjólfsdóttir.
Frá Sjúkratryggingum Íslands komu Steingrímur Ari Arason og Helga Garðarsdóttir. Rætt var um fjármál og stöðu hjúkrunarheimila. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna og samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu lögðu fram minnisblað dagsett 27. janúar 2016 um stöðu og rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 12:02
Fundargerð 35. fundar var samþykkt

Fundi slitið kl. 12:03