38. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:13
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:52
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:13
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:57

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Dómsmál vegna tollkvóta Kl. 09:09
Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kom Baldur Sigurmundsson og frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu Benedikt Sveinbjörnsson. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lagið fram minnisblað dags. 3. febrúar 2016 um dóma Hæstaréttar í málum 317, 318 og 319/2015.
Rætt var um fyrrgreind dómsmál vegna tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um þau.

2) Vaxtakostnaður vegna stofnunar Arion banka Kl. 10:01 - Opið fréttamönnum
Fyrri hluti fundarins um vaxtakostnað vegna stofnunar Arion banka
hófst kl. 10:01 og var hann opinn fjölmiðlum. Til fundar við nefndina komu Jón Þór Sturluson og Ragnar Hafliðason frá Fjármálaeftirlitinu.

Um kl. 10:45 var fundurinn lokaður fjölmiðlum og komu þá til fundarins frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu Þórhallur Arason og Þorsteinn Þorsteinsson. Þá var umræðum um vaxtakostnað vegna stofnunar Arion banka haldið áfram en jafnframt kynntu gestirnir ýmsar forsendur sem gengið var útfrá við stofnun nýju bankanna og svöruðu spurningum frá nefndarmönnum.

3) Önnur mál Kl. 11:39
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:40
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:40