39. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. febrúar 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Páll Jóhann Pálsson vék af fundi kl. 10:35. Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjármögnun Vaðlaheiðarganga Kl. 09:40
Til fundar við nefndina komu Valgeir Bergmann og Ágúst Torfi Hauksson frá Vaðlaheiðargöngum hf. Rætt var um stöðu framkvæmda við Vaðlaheiðargöng, verkþróun og fjármögnun gangnanna en fyrir liggur að þær lánafyrirgreiðslur ríkisins sem Alþingi hefur samþykkt duga ekki til að ljúka fjármögnun framkvæmdarinnar. Gestirnir svörðuð spurningum nefndarmanna og munu fljótlega skila nefndinni minnisblaði um ýmis atriði sem þeir voru beðnir um að gera nánari grein fyrir.

2) Önnur mál Kl. 11:04
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:07
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:08