42. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. febrúar 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:33
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:30

Brynhildur Pétursdóttir og Ásmundur Einar Daðason véku af fundi kl. 10:54 til að fara á fund þingflokksformanna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:01.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjárhagsmál Landeyjahafnar og útboð á Herjólfi Kl. 09:30 - Opið fréttamönnum
Til fundar við nefndina komu kl. 09:30 eftirtaldir skipstjórnarmenn sem hafa látið málefni Landeyjahafnar og nýs Herjólfs til sín taka: Ólafur Ragnarsson skipstjóri, Sigmundur Einarsson skipstjóri, Sveinn Valgeirsson skipstjóri og Steinar Magnússon fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi. Gestirnir lögðu fram fundargerð sem þeir tóku saman eftir fund í innanríkisráðuneytinu 18. febrúar sl. Þeir fóru yfir ábendingar sínar og athugasemdir um Landeyjahöfn og Herjólf og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá Vestmannaeyjum komu eftirfarandi gestir til fundar við nefndina kl. 10:15 Elliði Vignisson bæjarstjóri, Páll Marvin Jónsson formaður bæjarráðs, Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs og Guðlaugur Ólafsson skipstjóri á Herjólfi. Gestirnir röktu sögu Landeyjahafnar og nýsmíði Herjólfs og ýmis mál sem upp hafa komið í því sambandi. Þeir fóru yfir stöðu samgöngumála við Vestmannaeyjar, áherslur heimamanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá Vegagerðinni komu til fundar við nefndina kl. 11:30 Hreinn Haraldsson og Sigurður Áss Grétarsson. Þeir lögðu fram minnisblað dags. 21. janúar 2016 um Landeyjahöfn, frátafir nýrrar ferju. Einnig fóru þeir yfir sögu Landeyjahafnar og nýsmíði Herjólfs og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu komu kl. 12:20 Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason. Þeir lögðu fram minnisblað dags. 29. febrúar 2016 um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Þeir röktu þá hlið málsins sem snýr að ráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:36
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:39
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:40