47. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. mars 2016 kl. 13:30


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 13:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 13:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:50
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:30

Vigdís Hauksdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2016 Kl. 13:30
Til fundar við nefndina komu frá velferðarráðuneytinu
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ólafur Darri Andrason, Dagný Brynjólfsdóttir, Sturlaugur Tómasson, Hlynur Hreinsson, Unnur Ágústsdóttir og Margrét Björk Svavarsdóttir. Ráðherra gerði grein fyrir nýju fjármögnunarkerfi heilsugæslunnar og lagði fram kynningarefni. Hann vék síðan af fundi en fulltrúar ráðuneytisins fóru yfir veikleika í framkvæmd fjárlaga ársins. Þeir lögðu fram kynningarefni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fundinn frá innanríkisráðuneytinu Ragnhildur Hjaltadóttir og Pétur Fenger. Þau fóru yfir veikleikamat við framkvæmd fjárlaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 16:19
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:20
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:20