81. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:19
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:26
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00

Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi. Guðmundur Steingrímsson og Ásmundur Einar Daðason véku af fundi kl. 10:50. Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 10:50 en í hennar stað kom Steinunn Þóra Árnadóttir. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 11:20 og Oddný G. Harðardóttir kl. 11:30.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 665. mál - opinber innkaup Kl. 09:00
Formaður lagði fram drög að nefndaráliti sem varaformaður nefndarinnar kynnti fyrir nefndarmönnum. Gert er ráð fyrir að málið verði afgreitt mánudaginn 19. september nk.

2) Skýrsla um einkavæðingu bankanna hin síðari. Kl. 09:27
Lögð var fram skýrsla meiri hluta fjárlaganefndar Alþingis um einkavæðingu bankanna hina síðari en hún hafði áður verið lögð fram milli funda. Varaformaður nefndarinnar gerði grein fyrir málinu. Oddný G. Harðardóttir lagði fram eftirfarandi skriflega fyrirspurn:
„1. Hverjir unnu skýrsluna um „einkavæðingu bankanna hina síðari“ og þá hvaða tilteknu þætti hennar? Óskað er eftir nöfnum allra þeirra sem komu að gerð skýrslunnar og rökum fyrir því hvers vegna viðkomandi var valinn til vinnunnar?
2. Hverjir fengu greitt vegna vinnu við skýrsluna og þá hvaða vinnu? Skýr sundurliðun óskast.
3. Hvernig var aðkomu annarra nefndarmanna meiri hlutans við vinnu að skýrslunni háttað?
4. Var samninganefnd ríkisins og fyrrverandi fjármálaráðherra gefinn kostur á að skýra mál sitt við gerð skýrslunnar?
Skriflegt svar óskast.“
Oddný áskildi sér rétt til að bóka síðar um málið. Nefndarmenn ræddu síðan um skýrsluna og var ákveðið að afgreiða hana ekki á fundinum en ræða efni hennar nánar á fundum nefndarinnar í næstu viku.

3) Framkvæmd fjárlaga 2016 Kl. 10:50
Til fundar við nefndina komu Ólafur Darri Andrason, Dagný Brynjólfsdóttir, Hlynur Hreinsson og Unnur Ágústsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Þau ræddu um þann hluta af framkvæmd fjárlaga sem er á verksviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:36
Fundargerð 80. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:37