24. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. febrúar 2017 kl. 09:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:34
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:38

Páll Magnússon var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 8. mál - lokafjárlög 2015 Kl. 09:30
Til fundar við nefndina komu Lúðvik Guðjónsson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu frumvarp til lokafjárlaga 2015 og svöruðu spurningum um efni þess. Lagt var fram minnisblað ráðuneytisins dags. 6. febrúar 2017.

2) Skuldastaða og vaxtagjöld ríkissjóðs Kl. 10:18
Til fundar við nefndina kom Esther Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og fjallaði um stefnuna í lánamálum ríkissjóðs, skuldir ríkissjóðs, vaxtagjöld og svaraði síðan spurningum um það efni.

3) Tilnefning í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Kl. 10:56
Málið var kynnt en afgreiðslu þess frestað.

4) Tilnefning í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 10:59
Málið var kynnt en afgreiðslu þess frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Ákveðið var að stofna vinnuhóp innan fjárlaganefndar sem ætlunin er að hittist einu sinni í viku til að fara nánar ofan í ýmis verkefni fjárlaganefndar. Til að byrja með mun hópurinn hittast á þriðjudögum. Einnig var ákveðið að nýta fundartíma á föstudögum eftir þörfum.

6) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:01