31. fundur
fjárlaganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 17. desember 2020 kl. 19:35


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 19:35
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 19:35
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 19:35
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 19:35
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 19:35
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 19:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 19:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 19:35
Páll Magnússon (PállM), kl. 19:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 19:35

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2021 Kl. 19:35
Lagt var fram nefndarálit meiri hluta. Frumvarpið var síðan afgreitt til 3. umræðu. Að afgreiðslunni og nefndaráliti stendur meiri hluti nefndarinnar. Hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Páll Magnússon. Minni hluti nefndarinnar sat hjá við afgreiðsluna. Hann skipa Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Inga Sæland og Ágúst Ólafur Ágústsson.

2) 337. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 19:50
Lagt var fram nefndarálit meiri hluta. Frumvarpið var síðan afgreitt til 3. umræðu. Að afgreiðslunni og nefndaráliti stendur meiri hluti nefndarinnar. Hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Páll Magnússon. Minni hluti nefndarinnar sat hjá við afgreiðsluna. Hann skipa Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson sem leggur fram nefndarálit minni hluta ásamt breytingatillögu, Inga Sæland sem leggur fram breytingatillögu og Ágúst Ólafur Ágústsson.

3) Önnur mál Kl. 20:10
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 20:11
Fundargerðir 29. og 30. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 20:12