49. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2022 kl. 08:33


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 08:33
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:33
Halldór Auðar Svansson (HAS) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:33
Helgi Héðinsson (HHéð) fyrir Þórarin Inga Pétursson (ÞórP), kl. 08:33
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 08:33
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 08:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:27

Kristrún Frostadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Einnig Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna annarra starfa á vegum Alþingis. Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 08:33
Til fundarins kom Kristín Haraldsdóttir frá Dómstólasýslunni. Hún fór yfir erindi stofnunarinnar og svaraði spurningum um efni þess.
Kl. 9:15. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB. Hún kynnti umsögn samtakanna og svaraði spurningum um efni hennar.
Kl. 9:37. Kjartan Dige Baldursson, Íris Huld Christersdóttir, Þórdís Steinsdóttir, Andri Heiðar Kristinsson, Guðrún Birna Finnsdóttir, Ástríður Elín Jónsdóttir, Hrafn Hlynsson, Ingibjörg Helga Helgadóttir, Högni Haraldsson og Katrín Oddsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Kynnt voru áform um umbætur í ríkisrekstrinum, farið yfir lánsfjármál ríkisins, ríkisábyrgðir og aðrar áhættuskuldbindingar. Einnig var farið yfir málefnasvið skatta-, eigna- og fjármálaumsýslu og fjármagnskostnað og lífeyrisskuldbindingar. Síðan svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:52
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:53
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:54