13. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. október 2022 kl. 09:08


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:08
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 10:36
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:08
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:08
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 09:09
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) fyrir (KFrost), kl. 09:22
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:08

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 11:32 og Vilhjálmur Árnason kl. 11:34.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2023 Kl. 09:08
Til fundarins komu Heiður Björnsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB.
Kl. 9:59. Héðinn Unnsteinsson og Grímur Atlason frá Geðhjálp.
Kl. 10:45. Dagur B. Eggertsson, Halldóra Káradóttir og Agnes Sif Andrésdóttir frá Reykjavíkurborg. Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) Skýrsla fjármálaráðherra um ÍL-sjóð Kl. 11:25
Samþykkt var að óska eftir því að fjármála- og efnahagsráðherra kæmi á opinn fund nefndarinnar til að ræða málefni ÍL sjóðs. Þá var samþykkt skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að kalla eftir þeim gögnum málsins sem liggja til grundvallar skýrslunni. Einnig var samþykkt að kanna hvort unnt væri að afla lögfræðiálits vegna málsins á grundvelli spurninga sem nefndarmenn munu leggja fram. Samþykkt var að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þau áhrif sem væntanlegt uppgjör ríkisins á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs mun hafa á A og B-deild LSR.

3) Önnur mál Kl. 12:05
Rætt var um dagskrá næstu funda. Samþykkt að óska eftir yfirliti frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem sýni Covit styrki til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 12:09
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:10