64. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, þriðjudaginn 6. júní 2023 kl. 13:04


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 13:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:04
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:04
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:04
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 13:04
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 13:04
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 13:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:04
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:04
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:04

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 894. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 13:04
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson og Katrín Anna Guðmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau svöruðu spurningum nefndarmanna m.a. um aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt vegna verðbólgu.
Nefndin afgreiddi síðan fjármálaáætlunina til 2. umræðu. Að afgreiðslunni og nefndaráliti stendur meiri hluti nefndarinnar. Hann skipa BjG, BHar, NTF, SVS, ÞórP og VilÁ.

GRÓ, JPJ og SigurjÞ sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en munu skila sitt hverju nefndarálitinu.

2) Önnur mál Kl. 13:26
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 13:27
Fundargerð 63. fundar var afgreidd.

Fundi slitið kl. 13:28