33. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. janúar 2023 kl. 13:05


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 13:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:24
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 13:05
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 13:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:05

Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi vegna veikinda. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna funda hjá Alþingi.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 327. mál - staðfesting ríkisreiknings 2021 Kl. 13:05
Til fundarins komu Guðmundur Björgvin Helgason, Hinrik Þór Harðarson, Ingi Kristinn Magnússon og Birgir Finnbogason frá Ríkisendurskoðun. Þeir kynntu skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2021 og svöruðu spurningum úr efni hennar.
Kl. 14:46. Sigurður Helgi Helgason og Kristinn Hjörtur Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir ábendingar Ríkisendurskoðunar sem fram koma í endurskoðunarskýrslunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 15:45
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:46
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 15:47