2. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 21. september 2012 kl. 09:03


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:03
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:03
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 09:09
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:03
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:03
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:03
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:07
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:03

Höskuldur Þór Þórhallsson og Þór Saari voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Þrautavaralán Seðlabanka Kl. 09:05
Þórhallur Vilhjálmsson, yfirlögfræðingur Alþingis, kom á fund nefndarinnar. Samþykkt að nefndin ítreki beiðni um útskrift af símtali þáverandi forsætisráðherra og þáverandi seðlabankastjóra um þrautavaralán til KB banka.

2) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 09:52
Frá forsætisráðuneyti: Óðinn H. Jónsson og Eydís Eyjólfsdóttir. Farið var yfir frumvarp til fjárlaga 2013 og frumvarp til fjáraukalaga 2012.

3) Önnur mál. Kl. 11:08
Lögð fram drög að áliti fjárlaganefndar á skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisábyrgðir og fjárhagslegar skuldbindingar sem ekki koma fram í ríkisreikningi. Gert er ráð fyrir að nefndin afgreiði álitið á næsta fundi.

4) Samþykkt fundargerðar Kl. 11:22
Fundargerð samþykktu BVG, ÁsbÓ, BGS, KÞJ, LGeir, RR, SER og VBJ.

Fundi slitið kl. 11:20