65. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. maí 2016 kl. 08:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:55
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30

Valgerður Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi. Brynhildur Pétursdóttir vék af fundi um kl. 9:45 en í hennar stað mætti Óttar Proppé sem sat fundinn til kl. 11:40 en þá kom Brynhildur til baka.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 740. mál - fjármálaáætlun 2017--2021 Kl. 08:30
Til fundarins komu Lilja Alfreðsdóttir ráðherra, Jörundur Valtýsson, Unnur Orradóttir Ramette og Harald Aspelund frá utanríkisráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram og fóru yfir kynningu á þeim málefnasviðum í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sem eru á verkefnasviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Gert var hlé á fundinum frá kl. 9:45.
Um kl. 10 mætti Gunnar Gunnarsson frá Seðlabanka Íslands og fór yfir umsögn bankans um þingsályktunartillöguna og svaraði spurningum nefndarmanna.
Um kl. 10:30 mættu Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun og fór yfir umsögn stofnunarinnar um þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Um kl. 10:24 komu til fundarins Þorsteinn Víglundsson, Hannes G. Sigurðsson og Ásdís Kristjánsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Þau fóru yfir umsögn samtakanna um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 09:35
Lögð voru fram drög að nefndaráliti um frum­varp til laga um heim­ild til útboðs vegna nýrr­ar Vest­manna­eyja­ferju. Jafnframt var rætt um mismun á þeim fjárheimildum sem eru til staðar í tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 og til­lögu til þingsálykt­un­ar um fjög­urra ára sam­göng­uáætl­un fyr­ir árin 2015-2018 vegna framkvæmda í samgöngumálum á yfirstandandi ári.

3) Fundargerð Kl. 11:53
Fundargerð 64. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:54