66. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. maí 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:01
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:56
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:14 og kom til baka kl. 11:00. Hún vék síðan af fundi kl. 11:45 til að fara á fund forsætisnefndar. Brynhildur Pétursdóttir og Ásmundur Einar Daðason véku af fundi kl. 10:55 til að fara á fund þingflokksformanna.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 740. mál - fjármálaáætlun 2017--2021 Kl. 09:30
Til fundar við nefndina komu Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Kristján Skarphéðinsson, Ingvi Már Pálsson og Guðrún Gísladóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram og fóru yfir kynningu á þeim málefnum í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlunina sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Um kl. 10:45 komu Karl Björnsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir fóru yfir umsögn sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Um kl. 11:46 kom Henný Hinz frá ASÍ. Hún fór yfir umsögn ASÍ og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:05
Formaður skýrði frá því að líklegt væri að boðaður yrði fundur í nefndinni síðar í dag til að afgreiða til annarrar umræðu 763. mál., heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju.

3) Fundargerð Kl. 12:09
Fundargerð 65. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:10