31. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 1. mars 2017 kl. 12:45


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 12:45
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 12:45
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 12:45
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 12:45
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 12:45
Páll Magnússon (PállM), kl. 12:45

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 8. mál - lokafjárlög 2015 Kl. 12:45
Lagt var fram nefndarálit. Frumvarp til lokafjárlaga 2015 var afgreitt til annarrar umræðu með atkvæðum allra nefndarmanna en þeir eru Haraldur Benediktsson, Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en tóku þátt í afgreiðslu þess samkvæmt 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

2) Önnur mál Kl. 12:56
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:59
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:00