48. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. maí 2018 kl. 09:33


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:33
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:33
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:33
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:33
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:33
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:33
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:33
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:01
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:33

Ágúst Ólafur Ágústsson vék af fundi kl. 11:12 og kom til baka kl. 12:00. Birgir Þórarinsson vék af fundi kl: 16:50. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 17:28.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 09:33
Til fundarins komu Helga Árnadóttir og Vilborg Júlíusdóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Þær fóru yfir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Fjármögnun samgönguverkefna Kl. 10:23
Til fundarins komu Bjarni Benediktsson ráðherra, Björn Þór Hermannsson og Páll Ásgeir Guðmundsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ráðherra fór yfir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um 4 ma.kr. aukin framlög til vegaframkvæmda á árinu 2018 úr almennum varasjóði sem fjármála- og efnahagsráðherra fer með sbr. 24. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál.

3) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 11:13
Til fundarins komu Hlynur Gauti Sigurðsson frá Landssamtökum skógareigenda, Jónatan Garðarsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Hreinn Óskarsson frá Skógræktinni.
Kl. 11:35. Sigurður Guðjónsson og Sólmundur Már Jónsson frá Hafrannsóknastofnun.
Tekið var hádegisverðarhlé frá kl. 12:00-12:25.
12:26. Álfrún Tryggvadóttir og Björn Þór Hermannsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir minnisblað ráðuneytisins frá 9. maí sl. sem er svar við spurningum fjárlaganefndar vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2019-2023. Í því er m.a. farið yfir grunnútgjöld og samningsbundin útgjöld ríkisins, svokallað grunndæmi sem vísað er til í áliti fjármálaráðs.
Kl. 13:00. Aðalheiður Steingrímsdóttir og Guðríður Arnardóttir frá Kennarasambandi Íslands.
Kl. 14:10. Dagur B. Eggertsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Agnes Sif Andrésdóttir og Eirík Bjarnason frá Reykjavíkurborg.
Kl. 14:55. Ásta S. Fjeldsted og Konráð S. Guðjónsson frá Viðskiptaráði.
Kl. 15:54. Óttar Snædal og Tryggvi Másson frá Samtökum atvinnulífsins.
Kl. 16:26. Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ.
Kl. 17:22. Björn Líndal Traustason frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Farið var yfir umsagnir gestanna og svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

4) Önnur mál Kl. 17:58
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 17:59
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:00