45. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2020 kl. 09:05


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:54

Þórarinn Ingi Pétursson boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:04
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) Ríkislögreglustjóri - Fjárreiður, stjórnsýsla og stjórnarhættir. Skýrsla til Alþingis. Kl. 09:05
Kl. 09:05 Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Guðmundur B. Helgason og Sigríður Kristjánsdóttir frá Ríkisendurskoðun og Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri og Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá dómsmálaráðuneyti. Ríkisendurskoðandi kynnti skýrsluna ásamt starfsfólki Ríkisendurskoðunar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:43 Gestir frá Ríkisendurskoðun yfirgáfu fund og fulltrúar dómsmálaráðuneytis sátu áfram. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:13 Á fund nefndarinnar komu Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri, Margrét Kristín Pálsdóttir og Jón Bjartmarz frá embætti ríkislögreglustjóra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:04