4. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 2. júlí 2013 kl. 13:05


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 13:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 13:10
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 13:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 13:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) fyrir PHB, kl. 13:05
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir VBj, kl. 13:10
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 13:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:05

Fundurinn var boðaður kl 13:15 en hófst 13:05.
ÖJ boðaði forföll vegna jarðarfarar og stýrði BN, 1. varaformaður, fundi í fjarveru formanns.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 13:20
Fyrirtöku síðustu fundargerðar var frestað.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 13:05
KLM, 1. varaforseti, kom á fund nefndarinnar og afhenti henni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kom hann jafnframt á framfæri tillögu forseta um að skýrslan yrði rædd á þingfundi miðvikudaginn 3. júlí. BN, 1. varaformaður, tók á móti skýrslunni fyrir hönd nefndarinnar. Lagði hann til að skýrslan færi til umfjöllunar í þingsal á morgun og var það samþykkt.

Þegar KLM hafði vikið af fundi ræddi nefndin áframhaldandi málsmeðferð. BN staðfesti að rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð mundi mæta á fund nefndarinnar miðvikudaginn 3. júlí og kynna skýrsluna fyrir nefndinni.

3) Önnur mál Kl. 13:21
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:21