5. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 3. júlí 2013 kl. 08:37


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:37
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:37
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:37
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:37
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:37
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) fyrir SigrM, kl. 08:37
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:37
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:37
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir VBj, kl. 09:04
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:37

PHB var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. KLM sat fundinn fyrir VBj til kl. 9:04 þegar SII tók sæti fyrir VBj. SII vék af fundi kl. 10:58 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:37
Formaður kynnti fundargerðir 3. og 4. fundar. Þær voru samþykktar.

2) 5. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 08:40
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt. Var það samþykkt. Að nefndaráliti meiri hluta standa: ÖJ, BN, HHj, KG með fyrirvara, HöskÞ, KLM, WÞÞ með fyrirvara. BirgJ tilkynnti að hún yrði með minni hluta álit.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 09:03
Nefndin tók til umfjöllun skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð ofl. Á fund nefndarinnar komu Sigurður Hallur Stefánsson, formaður rannsóknarnefndarinnar og Kirstín Flygenring og Jón Þorvaldur Heiðarsson sem sátu í rannsóknarnefndinni. Kynntu þau efni skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna

4) Önnur mál Kl. 11:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:06