7. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 09:45


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:45
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:45
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:45
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:45
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:05
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:45

PHB, VBj og BP voru fjarverandi.
HHj vék af fundi 10:20 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundagerðir Kl. 09:45
Frestað.

2) Vinna nefndarinnar framundan. Kl. 09:46
Formaður fór almennt yfir vinnu nefndarinnar við skýrslur Ríkisendurskoðunar og vinnu við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð og nefndin fjallaði um málin.

Formaður minntist einnig á ályktun Alþingis nr. 29/138, frá 28. september 2010 um að sjálfstæð og óháð rannsókn fari fram á starfsemi lífeyrissjóðanna á Íslandi og úttekt nefndar sem ríkissáttasemjari skipaði að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. Tilkynnti formaður að vegna tengsla við málefnið muni hann ekki taka þátt í umræðu um málið.

3) Umboðsmaður Alþingis - kynning á embættinu. Kl. 10:25
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Róbert Spanó settur umboðsmaður Alþingis.

Þeir kynntu embættið, starfsemi þess og væntanlega ársskýrslu ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Heimsókn til umboðsmanns Alþingis. Kl. 11:15
Nefndarmenn fengu kynningu hjá skipuðum og settum umboðsmanni á nýju húsnæði umboðsmanns Alþingis að Þórshamri við Templarasund 5 í Reykjavík, ásamt því að hitta starfsmenn embættisins.

5) Önnur mál Kl. 11:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00