1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. október 2013 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:59
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:59
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 08:59
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:59
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:59
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:59
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:03
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:59

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Þingmálaskrá 143. löggjafarþings 2013-2014 Kl. 09:10
Á fundinn komu Páll Þórhallsson og Sigrún Jóhannesdóttir frá forsætisráðuneyti og fóru yfir þingmál og skýrslur um framkvæmd þingsályktana og stöðu þjóðlendumála sem forsætisráðherra hyggst leggja fram á yfirstandandi þingi ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

2) Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2012 Kl. 10:00
Frestað að taka fyrir.

3) Skýrsla um eftirfylgni: Skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010) Kl. 10:45
Á fundinn komu Sveinn Arason, Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín fór yfir eftirfylgniskýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Skýrsla um Þjóðskrá Íslands. Kl. 10:01
Á fundinn komu Sveinn Arason, Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson. Þórir fór yfir skýrsluna og þær ábendingar sem Ríkisendurskoðun gerir ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) Kynning á þinglegri meðferð EES-mála á 143. þingi. Kl. 11:15
Á fundinn kom Þröstur Freyr Gylfason ritari EES-mála og kynnti reglur um þinglega meðferð slíkra mála ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 10:00
Formaður vakti athygli á fundargerð 13. fundar sem var samþykkt.

Formaður fór yfir skipulag næstu funda vegna skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð o.fl. sem verða opnir, þ.e. föstudaginn 18. okt. og föstudaginn 25. okt. og nefndin fjallaði um málið.

Formaður kynnti skýrslubeiðni sem JÞÓ, 2. varaformaður nefndarinnar, hafði sent nefndinni og óskað eftir að hún flytti málið. Varðar hún yfirlit um úrlausn kærumálan innan stjórnsýslunnar og lagði formaður til að tillagan yrði rædd síðar.

Fundi slitið kl. 11:50