16. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2013 kl. 16:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 16:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 16:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir JÞÓ, kl. 16:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 16:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 16:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 16:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 16:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 16:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 16:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 16:32

KG vék af fundi kl. 16:35 vegna fundar í fjárlaganefnd.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 16:00
Fundargerðir 13. og 14. funda samþykktar.

2) Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) og samskipti við hana. Kl. 16:02
Á fundinn komu kl. 16:00 Hrafnkell V. Gíslason og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun og kynntu fyrir nefndinni netöryggismál ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá afhenti Hrafnkell þjónustulýsingu og yfirlit yfir starfsemi netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar CERT-ÍS.

Næst komu kl. 17:00 Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Hermann Ingólfsson frá utanríkisráðuneyti og kynntu minnisblað ráðuneytisins um samskipti við bandarísk stjórnvöld um upplýsingaskipti ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá fjallaði nefndin um framhald málsins m.a. með gestum.

3) Önnur mál Kl. 17:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:20