25. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. janúar 2014 kl. 09:15


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:34
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:15
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:15
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:15

Ögmundur Jónasson, Birgitta Jónsdóttir og Pétur H. Blöndal voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 24. fundar samþykkt.

2) 13. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:17
Á fundinn komu Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti, Steinunn Valdís Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Halldór Runólfsson og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytanna til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:45
VBj lagði til að kannað yrði hver kostnaður við framkvæmd þingsályktunartillögu, 62. mál, skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014 sem og þátttaka þeirra sem búa erlendis.

VBj óskaði eftir upplýsingum um stöðu máls Svifflugfélagsins hjá innanríkisráðuneytinu en nefndin sendi innanríkisráðuneytinu bréf vegna erindis Svifflugfélagsins til nefndarinnar í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis um kyrrsetningu á svifflugu félagsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50