4. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. september 2014 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Jón Árnason (JÁrn) fyrir Sigrúnu Magnúsdóttur (SigrM), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:40

Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi vegna þátttöku í ráðstefnu. Helgi Hjörvar var fjarverandi. Jón Árnason sat fundinn í stað Sigrúnar Magnúsdóttur.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Framkvæmdasýsla ríkisins. Skýrsla Kl. 08:37
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Þórir fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Úthlutanir forsætisráðuneytis af safnliðum fjárlagaárin 2012?14 Kl. 08:45
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín fór yfir skýrsluna ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Samningar um símenntunarmiðstöðvar. Skýrsla Kl. 08:58
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Bjarkey Rut fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Þóri.

5) Viðskipti heilbrigðisyfirvalda við Heimilislæknastöðina ehf. Eftirfylgni Kl. 09:05
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Þórir fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Bjarkey Rut.

6) Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla Kl. 09:20
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Kristín fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 09:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30