7. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 11:03
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:07
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Brynhildur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.
Björn Leví Gunnarsson vék af fundi þegar Helgi Hrafn Gunnarsson kom kl. 11:03.
Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 11:03.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla Kl. 08:30
Á fundinn komu Hellen Gunnarsdóttir og Auður Björg Árnadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Bryndís Brandsdóttir og Sigurður Guðnason frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Bragi Janusson, Jenný Bára Jensdóttir og Þórður Kristinsson frá Háskóla Íslands og Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Þau gerðu grein fyrir afstöðu til ábendinga Ríkisendurskoðunar og stöðu málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Samningar um símenntunarmiðstöðvar. Skýrsla Kl. 09:38
Á fundinn komu Stefán Stefánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir fóru yfir málið og Stefán gerði grein fyrir stöðu þess hjá ráðuneytinu ásamt því sem þau svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Framkvæmdasýsla ríkisins. Skýrsla Kl. 09:53
Á fundinn komu Hafsteinn S. Hafsteinsson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Halldóra Vífilsdóttir, Guðni Geir Jónsson og Bergljót Einarsdóttir frá Framkvæmdasýslu ríkisins og Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun.

5) Innheimta opinberra gjalda. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:25
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Bjarkey Rut kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Þjónustusamningar Barnaverndarstofu og lok þeirra. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:35
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Þjónusta við fatlaða. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:58
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 11:05
Helgi Hrafn kynnti upplýsingar í trúnaði fyrir nefndarmönnum sbr. 3. mgr. 50. gr. laga um þingsköp Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14