28. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 23. janúar 2015 kl. 08:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 08:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fyrirkomulag á umfjöllun um frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis. Kl. 08:00
Formaður kynnti að álit umboðsmanns Alþingis hefði borist nefndinni og var því dreift meðal fundarmanna.

Samþykkt að formaður óskaði formlega eftir því við umboðsmann að hann kynnti álitið fyrir nefndinni á opnum fundi sbr. 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.

Formaður kynnti drög að bréfi til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, þar sem henni er boðið að koma á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir sinni sýn á málið og svara spurningum nefndarmanna um framgöngu sína og óskað skriflegs svars. Samþykkt að senda henni bréfið.

2) Önnur mál Kl. 08:15
Fleira var ekki gert.

Myndataka í upphafi fundar leyfð.

Fundi slitið kl. 08:15