35. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:33
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:32
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Vigdísi Hauksdóttur (VigH), kl. 08:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:50

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 32. - 34. fundar voru samþykktar.

2) Frumvarp um gagnageymd. Kl. 08:33
Á fundinn komu Sigurbergur Björnsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gestir gerðu grein fyrir stöðu mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Álit umboðsmanns Alþingis í málum 7092/2012,7126/2012 og 7127/2012, meinbugir á lögum o.fl. Kl. 09:15
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson aðstoðarmaður umboðsmanns. Tryggvi gerði grein fyrir efni álitsins og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Hafsteini.

4) Álit umboðsmanns Alþingis í málum nr. 7021/2012 og 7400/2013, meinbugir á lögum o.fl. Kl. 09:20
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson aðstoðarmaður umboðsmanns. Tryggvi gerði grein fyrir efni álitsins og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Hafsteini.

5) Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:35
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson aðstoðarmaður umboðsmanns. Tryggvi gerði grein fyrir ýmsum sjónarmiðum varðandi skýrslurnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 10:00
Samþykkt var tillaga um að senda 396. mál, Upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra (rangar upplýsingar veittar á Alþingi), til umsagnar.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00