36. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Vigdísi Hauksdóttur (VigH), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:14
Róbert Marshall (RM) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:45
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir (SBS) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 09:10
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00

Willum Þór Þórsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Frestað.

2) Staða mála í nefndinni Kl. 09:00
Formaður fór yfir þau mál sem eru til umfjöllunar í nefndinni og nefndin ræddi þau og næstu fundi.

Samþykkt að senda 57. mál, frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka) til umsagnar.
Samþykkt að Valgerður Bjarnadóttir verði framsögumaður málsins.

Samþykkt að Birgitta Jónsdóttir verði framsögur 396. máls, frumvarp til laga um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra.

Kl. 9:30 kom Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður á fundinn og óskaði eftir að nefndin fengi fulltrúa Fjársýslunnar á sinn fund vegna Orra málsins svokallaða.

Erindi Svifflugfélags Íslands. Tillaga formanns um að óska eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneyti og umboðsmanni Alþingis um stöðu málsins var samþykkt.

3) Álit umboðsmanns Alþingis í málum 7092/2012,7126/2012 og 7127/2012, meinbugir á lögum o.fl. Kl. 09:45
Á fundinn komu Vilborg Ingólfsdóttir, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneyti og Anna Björg Aradóttir og Birna Sigubjörnsdóttir frá Embætti landlæknis og gerðu grein fyrir afstöðu til málanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:00
Frestað að taka fyrir.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Formaður hélt áfram yfirferð yfir stöðu mála í nefndinni og nefndin ræddi þau.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18