58. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. maí 2015 kl. 09:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:47
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:30
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:30

Valgerður Bjarnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:35
Fundagerð 56. og 57. fundar voru samþykktar.

2) Stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlenda kröfuhafa bankanna árið 2009 Kl. 09:30
Á fundinn komu Guðmundur Árnason, Þórhallur Arason og Hafsteinn S. Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 685. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:05
Á fundinn komu Björg Ásta Þórðardóttir og Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:34
Helgi Hjörvar gerði athugasemd við að síðasti fundur í nefndinni hafi verið haldinn áður en gert var hádegishlé á þingfundi fimmtudaginn 21. maí sl.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:36