38. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. febrúar 2023 kl. 09:32


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:32
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:32
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:32
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:32
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:32
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:32
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:32
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:40
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:32

Sigmar Guðmundsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerðir 36. og 37. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Kaldal frá The Icelandic wildlife fund, Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur og Sigfinn Mikaelsson frá VÁ! Félagi um vernd fjarðar og Gunnar Þórðarson frá Lagarlífi - eldi og ræktun.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Kl. 10:42
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Hildur Sverrisdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Að nefndaráliti minni hluta standa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

4) 219. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:48
Dagskrárlið frestað.

5) 38. mál - starfsemi stjórnmálasamtaka Kl. 10:48
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:48