33. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 14. febrúar 2024 kl. 09:15


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:15
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:15
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:15
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:15

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll. Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:07.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Hlé var gert á fundi kl. 10:09-10:15.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

2) 35. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arndísi Vilhjálmsdóttur og Ólaf Arnar Þórðarson frá Hagstofu Íslands, Jórunni Harðardóttur frá Veðurstofu Íslands og Önnu Guðrún Ahlbrecht frá Landmælingum Íslands.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Matvælastofnun - Eftirlit með velferð búfjár - Stjórnsýsluúttekt Kl. 10:26
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Sigmar Guðmundsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Hildur Sverrisdóttir. Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifa undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) 106. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:37
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 119. mál - starfsemi stjórnmálasamtaka Kl. 10:37
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:38