43. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. mars 2012 kl. 08:35


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:50
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:35
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 08:35
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:35
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÓN, kl. 08:35
Róbert Marshall (RM), kl. 08:57

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:36
Fundargerð 41. og 42. fundar samþykkt.


2) Aðgangur að gögnum vegna dómsmála o.fl. Kl. 08:37
Á fundinn kom Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og svaraði spurningum nefndarmanna.






3) Skýrsla umboðsmanns Alþingis. Kl. 09:11
Formaður fór yfir drög að áliti vegna skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nefndin samþykkti, allir með.


4) 206. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis árið 2010 Kl. 09:30
Formaður kynnti drög að áliti og nefndin samþykkti að afgreiða málið, allir með.







5) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Hólaskóla. Kl. 09:33
Framsögumaður gerði grein fyrir drögum að áliti. Nefndin fjallaði um málið, ákveðið að skoða orðalag nánar.


6) Athugun sem ekki leiddi til ábendingar frá Ríkisendurskoðun um beingreiðslur vegna sauðfjárræktunar. Kl. 09:48
Nefndin hefur haft til umfjöllunar athugun Ríkisendurskoðunar um beingreiðslur vegna sauðfjárræktar. Athugunin leiddi ekki til ábendingar. Ríkisendurskoðun sá þó ástæðu til þess að vekja athygli á skýrslu sinni um Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands frá í mars 2011 þar sem hvatt er til þess að faglegt og fjárhagslegt eftirlit með framlögum til landbúnaðar verði eflt. Nefndin tekur undir þær ábendingar.


7) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar HÍ. Kl. 09:48
Frestað.



8) Önnur mál. Kl. 09:48
PHB tók upp umjföllun um skörun milli umfjöllunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og fjárlaganefndar á skýrslum Ríkisendurskoðunar.

MT tel að nefndin þurfi að leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Nefndin fjallaði um það.

Fleira var ekki gert.

BÁ vék af fundi kl. 09:30 vegna annarra þingstarfa.
ÁI boðaði forföll.





Fundi slitið kl. 09:55