47. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 26. janúar 2013 kl. 12:30


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 12:30
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 12:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 12:30
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 12:30
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 12:30
Róbert Marshall (RM), kl. 12:30
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 12:30

MT og MSch (fyrir SII) tóku þátt í fundinum í gegnum síma.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 12:30
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti og breytingatillögum og lagði til að málið yrði tekið út. VBj, ÁI, LGeir, RM, MT og MSch samþykktu afgreiðslu málsins.
BÁ, ÓN og VigH bókuðu mótmæli við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti og breytingatillögum meiri hlutans standa VBj, ÁI, LGeir, MT og MSch.

2) Önnur mál. Kl. 13:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 13:33