70. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. september 2016 kl. 12:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 12:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 12:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 12:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 12:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 12:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 12:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 12:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 12:05

Árni Páll Árnason og Höskuldur Þórhallsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:00
Fundargerðir 64., 65., 66. og 67. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015 Kl. 12:03
Tillaga formanns, Ögmundar Jónassonar, um að afgreiða nefndarálit um skýrsluna var samþykkt. Allir með á áliti.

3) Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu Kl. 12:07
Formaður kynnti drög að bréfi til heilbrigðisráðherra vegna málsins. Samþykkt að senda bréf til ráðherra frá nefndinni.

4) Meðferð mála í stjórnsýslunni Kl. 12:10
Nefndin ræddi málsmeðferð.

5) Önnur mál Kl. 12:15
Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, gerði grein fyrir stöðu máls er varðar Heiðarfjall í Langanesbyggð og fékk umboð nefndarinnar til að vinna áfram í málinu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15