3. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. febrúar 2017 kl. 09:35


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:35
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:35
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:52
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Ólöfu Nordal (ÓN), kl. 09:35
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:35
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:35
Viktor Orri Valgarðsson (VOV) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:35

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

2) Rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck Aufhäuser Privatbankiers í kaupum á hlut í BÍ. Kl. 09:36
Formaður kynnti upplýsingar um stöðu málsins frá formanni rannsóknarnefndar og nefndin fjallaði um málið.

3) 70. mál - upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra Kl. 09:37
Jón Þór Ólafsson kynnti málið og nefndin ræddi það.

Samþykkt að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins og að senda málið til umsagnar.

4) Hlutverk og störf stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Kl. 09:57
Nefndarritari kynnti minnisblað um hlutverk og störf stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, þ.e. eftirlitshlutverk nefndarinnar og dæmi um frumkvæðismál og nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10