39. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 09:35


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:35
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:35
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:35
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:35
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:35
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:35
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:35
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:35

Steingrímur J. Sigfússon kom í stað Svandísar Svavarsdóttur kl. 10:35.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerðir 31. - 35. fundar lagðar fyrir. Afgreiðslu frestað.

2) Erindi Öryggisnefndar Félags ísl. atvinnuflugmanna varðandi stjórnsýslu ákvarðana um lokun brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Kl. 09:40
Á fundinn komu Friðfinnur Skaftason frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Guðjón Atlason og Hlín Hólm frá Samgöngustofu. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

3) Tillaga um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kanni ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um tillöguna og samþykkti að fá gesti á næsta fund til að fjalla um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Birgitta Jónsdóttir lagði til að nefndin fjallaði um mengunarmál í tengslum við viðskilnað Bandaríkjahers við herstöðvasvæði. Ákveðið að taka málið til umfjöllunar á komandi hausti.

Haraldur Benediktsson gerði ásamt Svandísi Svavarsdóttur grein fyrir stöðu athugunar undirnefndar á álitaefnum í tengslum við lög um opinber fjármál.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:06