5. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 147. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. september 2017 kl. 10:00


Mætt:

Jón Steindór Valdimarsson (JSV) formaður, kl. 10:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv) 1. varaformaður, kl. 10:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir (BN), kl. 10:05
Eva Pandora Baldursdóttir (EPB), kl. 10:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:05
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 10:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Áheyrnaraðild. Kl. 10:05
Beiðni Bjartrar framtíðar um áheyrnaraðild Theodóru S. Þorsteinsdóttur að fundinum var samþykkt.

2) Fundargerðir Kl. 10:06
Fundargerðir 1. - 3. fundar voru samþykktar.

3) Kl. 10:07
Formaður lagði til að nefndin flytti frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis um viðmiðunardag umsóknar um kosningarétt. Nefndin samþykkti að flytja málið.

4) Lög um opinber fjármál Kl. 10:08
Haraldur Benediktsson gerði, fyrir hönd undirhóps sem hann og Svandís Svavarsdóttir skipuðu, grein fyrir minnisblaði og tillögum um að endurbæta og skýra fjárlagaferlið.

Nefndin samþykkti að fylgja tillögunum eftir við þá aðila sem við á, þ.e. fjárlaganefnd, fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisnefnd þingsins.

5) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 10:18
Jón Steindór Valdimarsson, formaður kynnti að undirnefndin sem hann, Jón Þór Ólafsson og Svandís Svavarsdóttir skipuðu hafi fengið Tryggva Gunnarsson, umboðsmann Alþingis og nefndarmann í rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og Finn Þór Vilhjálmsson fv. starfsmann rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45.8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl., til að vinna samanburð á gögnum og upplýsingum vegna sölu á hlutum ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.

Verkefnið er hluti af því verkefni nefndarinnar samkvæmt þingsályktun nr. 40/145 um rannókn á erlendri þátttöku á kaupum á 45.8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl., að meta hvort hún geri tillögu um frekari rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka hf., sbr. ályktun Alþings frá 7. nóvember 2012.

Þeir hafa skilað nefndinni minnisblaði og samantekt og eru tilbúnir að koma á fund nefndarinnar til að kynna gögnin og svara spurningum.

6) Reglur um uppreist æru Kl. 10:26
Formaður kynnti drög að skýrslu um umfjöllun nefndarinnar og nefndin fjallaði um málið.

Beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Jóns Þórs Ólafssonar sem Svandís Svavarsdóttir styður var rædd.

7) Önnur mál Kl. 10:47
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:47