37. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. maí 2019 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1855. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 462. mál - vestnorrænt samstarf á sviði íþrótta barna og unglinga Kl. 09:30
Fjallað var sameiginlega um 2.-3. dagskrárlið.

Á fund nefndarinnar kom Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Gesturinn fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 463. mál - samstarf vestnorrænu landanna um tungumál í stafrænum heimi Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

4) 774. mál - frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu:
Kl. 10:00 Jón Gunnar Ásbjörnsson frá Lögmannafélagi Íslands
Kl. 10:30 Hörður Helgi Helgason lögmaður

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:53
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55