1. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 14. október 2020 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1907. fundur utanríkismálanefndar

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Kosning 1. varaformanns Kl. 09:00
Nefndin samþykkti tillögu Sigríðar Á Andersen um að Njáll Trausti Friðbertsson yrði 1. varaformaður nefndarinnar.

2) Kynning á þingmálaskrá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á 151. löggjafarþingi Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Önnu Jóhannsdóttur, Bergþóri Magnússyni, Maríu Mjöll Jónsdóttur og Martin Eyjólfssyni.

Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Eftirlitsstofnun EFTA Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Maríu Mjöll Jónsdóttur og Martin Eyjólfssyni.

Ráðherra kynnti þau mál sem eru í ferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA og snúa að Íslandi og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Söfnun gagna um íslenska ríkisborgara Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Maríu Mjöll Jónsdóttur og Martin Eyjólfssyni.

Ráðherra fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kveðið var um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskaparlaga.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011 Kl. 10:30
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

6) Önnur mál Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55