25. fundur
utanríkismálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 15:30


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 15:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 15:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 15:30
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 15:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 15:50
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:30

Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Olga Margrét Cilia vék af fundi kl. 16:50

Nefndarritarar:
Bylgja Árnadóttir
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Hildur Edwald

1931. fundur utanríkismálanefndar

Hlé var gert á fundinum frá kl. 16:05-16:30

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:30
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

2) 691. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2020 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:30
Á fund nefndarinnar komu Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Sigríður Á. Andersen var valin framsögumaður málsins.

3) 693. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:40
Á fund nefndarinnar komu Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneyti og Elísabet Júlíusdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Sigríður Á. Andersen var valin framsögumaður málsins.

4) 706. mál - ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli Kl. 15:50
Á fund nefndarinnar kom Gísli Rúnar Gíslason frá utanríkisráðuneyti sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Sigríður Á. Andersen var valin framsögumaður málsins.

5) 626. mál - framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2020 Kl. 16:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Sigríður Á Andersen form., Ari Trausti Guðmundsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

Bryndís Haraldsdóttir framsögumaður málsins var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Olga Margrét Cilia, áheyrnarfulltrúi Pírata, lýsti sig samþykka álitinu.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1054 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006 að því er varðar lágmarkskröfur um daglegan og vikulegan hámarksaksturstíma, lágmarkvinnuhlé og daglegan og vikulegan hvíldartíma og reglugerð Kl. 16:02
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

7) Staða mála í Kína Kl. 16:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 7-9.

Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt María Mjöll Jónsdóttur og Bryndísi Kjartansdóttur frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra kynnti málin og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) Viðvera Atlantshafsbandalagsins í Afghanistan Kl. 16:30
Sjá athugasemd við 7. dagskrárlið.

9) Ástandið í Úkraínu Kl. 16:30
Sjá athugasemd við 7. dagskrárlið.

10) Önnur mál Kl. 17:35
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:55