18. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. febrúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:10
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10

Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1987. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 3. febrúar 2023 Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson, Erna Sigríður Hallgrímsdóttir og Alexandra Kjærnested frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/123 frá 25. janúar 2022 um að styrkja hlutverk Lyfjastofnunar Evrópu að því er varðar viðbúnað við krísu og krísustjórnun varðandi lyf og lækningatæki Kl. 09:25
Nefndin lauk umfjöllun um málið og verður ráðuneytið upplýst þar um.

4) Önnur mál Kl. 09:29
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:34